Að missa dagvistunarpláss hefur mikil áhrif á tekjuöflun heimilisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 19:00 Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira