Breska ríkisstjórnin hefur lagt til bann við notkun plaströra og eyrnapinna úr plasti. Alls eru 8,5 milljarðar plaströra notuð í Bretland árlega.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir plastúrgang vera „eina mestu umhverfisvá samtímans.“
May segir Bretland vera leiðandi í baráttu gegn plastúrgangi, en þegar hefur verið lagt bann á vörur sem innihalda örplast og sérstakt gjald lagt á sölu plastpoka. Árið 2020 verður svo byrjað að taka við plastflöskum gegn skilagjaldi. Bretland stefnir á að vera laust við allan ónauðsynlegan plastúrgang fyrir árið 2042.
Ráðstefna ríkja sem saman mynda Breska samveldið stendur yfir í Lundúnum þessa dagana. May hyggst nýta Samveldisráðstefnuna til að hvetja aðildarríkin 53 til að grípa til aðgerða gegn plastúrgangi í hafi. May segir Breska samveldið einstök samtök og saman búi ríkin yfir ótrúlegri náttúrulegri fjölbreytni.
„Sameinuð getum við komið á raunverulegum breytingum svo að kynslóðir framtíðarinnar geti búið við enn heilnæmara umhverfi en við búum við í dag.“ segir Theresa May.
BBC greinir frá.

