Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Kim Jong-un hefur væntanlega tekið vel á móti Pompeo. Vísir/Getty Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49
Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent