Einangraðir og vannærðir eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Rúmliggjandi aldraður einstæðingur með eina maltdós og lýsisflösku í ísskápnum var einn þeirra þrettán í sjálfstæðri búsetu sem Berglind Soffía Blöndal rannsakaði í meistararitgerð sinni. Hún heimsótti þessa þrettán einstaklinga og voru þeir allir vannærðir samkvæmt evrópskum stöðlum. Hluti aldraðra í Reykjavík sveltur heima. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum í vor. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða til að tryggja að enginn lifi við þær aðstæður sem lýst er hér að framan. Hlutverk hagsmunafulltrúans verði að byggja upp öflugt og heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og allan aðbúnað aldraðra. Hagsmunafulltrúinn myndi sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Hann myndi tryggja að unnið sé samkvæmt viðurkenndum manneldismarkmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum. Hlutverk hans væri að koma í veg fyrir að aldraðir einangrist einir heima matarlausir og hjálparvana. Slagorð Flokks fólksins er FÓLKIÐ FYRST. Þess vegna mun Flokkur fólksins í öllu tilliti setja fólkið í fyrsta sæti. Annað verður að bíða á meðan við tryggjum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Eins og staðan er nú dvelja um 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim. Þetta er dapurt svo ekki sé meira sagt, að nú skuli Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn hans hafa setið með stjórnartaumana í Ráðhúsinu í átta ár án þess að leysa þennan vanda. Það gengur svo langt í hrókeringum með líf aldraðra sem þarfnast hjálpar að þeir séu fluttir hreppaflutningum í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá þar sem þeir vilja vera. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Það þarf stórátak í málefnum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Skortur á hjúkrunar- og dvalarheimilum er þó fyrst og fremst á ábyrgð núverandi borgarstjórnar sem hefur vanrækt málefni aldraðra árum saman. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rúmliggjandi aldraður einstæðingur með eina maltdós og lýsisflösku í ísskápnum var einn þeirra þrettán í sjálfstæðri búsetu sem Berglind Soffía Blöndal rannsakaði í meistararitgerð sinni. Hún heimsótti þessa þrettán einstaklinga og voru þeir allir vannærðir samkvæmt evrópskum stöðlum. Hluti aldraðra í Reykjavík sveltur heima. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum í vor. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða til að tryggja að enginn lifi við þær aðstæður sem lýst er hér að framan. Hlutverk hagsmunafulltrúans verði að byggja upp öflugt og heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og allan aðbúnað aldraðra. Hagsmunafulltrúinn myndi sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Hann myndi tryggja að unnið sé samkvæmt viðurkenndum manneldismarkmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum. Hlutverk hans væri að koma í veg fyrir að aldraðir einangrist einir heima matarlausir og hjálparvana. Slagorð Flokks fólksins er FÓLKIÐ FYRST. Þess vegna mun Flokkur fólksins í öllu tilliti setja fólkið í fyrsta sæti. Annað verður að bíða á meðan við tryggjum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Eins og staðan er nú dvelja um 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim. Þetta er dapurt svo ekki sé meira sagt, að nú skuli Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn hans hafa setið með stjórnartaumana í Ráðhúsinu í átta ár án þess að leysa þennan vanda. Það gengur svo langt í hrókeringum með líf aldraðra sem þarfnast hjálpar að þeir séu fluttir hreppaflutningum í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá þar sem þeir vilja vera. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Það þarf stórátak í málefnum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Skortur á hjúkrunar- og dvalarheimilum er þó fyrst og fremst á ábyrgð núverandi borgarstjórnar sem hefur vanrækt málefni aldraðra árum saman. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun