Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 19:44 Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira