Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 13:05 Talið var að orð ríkissaksóknara myndu auka líkurnar á því að Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfið sem nú er orðin niðurstaðan. Dómsmálaráðuneytið Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars. Í málinu var karlmaður dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir ýmis umferðarlagabrot og brot á reynslulausn. Áður en til meðferðar málsins kom í Landsrétti gerði Vilhjálmur, verjandi mannsins, þá kröfu að Arnfríður, einn þriggja dómara í málinu, viki sæti. Ástæðan væri sú að Arnfríður hefði verið ein fjögurra sem dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hún hefði ekki verið á lista þeirra fimmtán sem sérstök hæfisnefnd taldi hæfasta. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skipun ráðherra hefði verið ólögmæt. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu þann 22. febrúar og var niðurstaðan sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Arnfríður kvað upp úrskurðinn sjálf auk þeirra Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar. Leitaði Vilhjálmur til Hæstaréttar sem vísaði kröfunni frá. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í mars óskaði Vilhjálmur eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli umjóðbanda Vilhjálms, mælti með því fyrir hönd ríkissaksóknara að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um málið. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars. Í málinu var karlmaður dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir ýmis umferðarlagabrot og brot á reynslulausn. Áður en til meðferðar málsins kom í Landsrétti gerði Vilhjálmur, verjandi mannsins, þá kröfu að Arnfríður, einn þriggja dómara í málinu, viki sæti. Ástæðan væri sú að Arnfríður hefði verið ein fjögurra sem dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hún hefði ekki verið á lista þeirra fimmtán sem sérstök hæfisnefnd taldi hæfasta. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skipun ráðherra hefði verið ólögmæt. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu þann 22. febrúar og var niðurstaðan sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Arnfríður kvað upp úrskurðinn sjálf auk þeirra Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar. Leitaði Vilhjálmur til Hæstaréttar sem vísaði kröfunni frá. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í mars óskaði Vilhjálmur eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli umjóðbanda Vilhjálms, mælti með því fyrir hönd ríkissaksóknara að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um málið.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15