Demantahnöttur talinn brot úr horfinni reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 12:51 Brot úr loftsteininum í Súdan. SETI/P. Jenniskens/M. Shaddad Hópur stjörnufræðinga telur að loftsteinn sem sprakk í lofthjúpi jarðar fyrir tíu árum hafi verið brot úr reikistjörnu sem myndaðist og tortímdist í árdaga sólkerfisins okkar. Demantar sem fundust í brotum loftsteinsins hafi aðeins getað myndast innan í reikistjörnu á stærð við Merkúríus eða Mars. Smástirnið 2008 TC3 sprakk þegar féll inn í lofthjúp jarðar sem loftsteinn árið 2008. Vísindamenn fundu demanta í brotum loftsteinsins sem féllu yfir austanverðri Saharaeyðimörkinni í Súdan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Communications færir hópur vísindamanna fyrir því rök að nægilegur þrýstingur til þess að demantar geti myndast hafi aðeins geta verið til staðar innan í reikistjörnu af þessari stærð. Óreiða einkenndi sólkerfið okkar fyrir milljörðum ára og hnetti og hnullungar af ýmsum stærðum og gerðum mynduðust þá úr ryk- og gasskífunni sem var efniviður þess. Líklegt er að loftsteinninn með demantana sem skalla á jörðinni hafi verið hluti af einum þessara heima sem urðu til í árdaga sólkerfisins.Niðurstöður vísindamannanna nú eru sagðar fyrstu sennilegu vísbendingarnar um slíkan hnött sem hafi orðið til og síðan horfið. Þær þykja jafnframt renna stoðum undir kenningar um að reikistjörnurnar átta sem við þekkjum í dag hafi orðið til úr leifum fjölda annarra frumreikistjarna frá þessum róstusömu tímum í sögu sólkerfisins. Merkúríus Súdan Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Hópur stjörnufræðinga telur að loftsteinn sem sprakk í lofthjúpi jarðar fyrir tíu árum hafi verið brot úr reikistjörnu sem myndaðist og tortímdist í árdaga sólkerfisins okkar. Demantar sem fundust í brotum loftsteinsins hafi aðeins getað myndast innan í reikistjörnu á stærð við Merkúríus eða Mars. Smástirnið 2008 TC3 sprakk þegar féll inn í lofthjúp jarðar sem loftsteinn árið 2008. Vísindamenn fundu demanta í brotum loftsteinsins sem féllu yfir austanverðri Saharaeyðimörkinni í Súdan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Communications færir hópur vísindamanna fyrir því rök að nægilegur þrýstingur til þess að demantar geti myndast hafi aðeins geta verið til staðar innan í reikistjörnu af þessari stærð. Óreiða einkenndi sólkerfið okkar fyrir milljörðum ára og hnetti og hnullungar af ýmsum stærðum og gerðum mynduðust þá úr ryk- og gasskífunni sem var efniviður þess. Líklegt er að loftsteinninn með demantana sem skalla á jörðinni hafi verið hluti af einum þessara heima sem urðu til í árdaga sólkerfisins.Niðurstöður vísindamannanna nú eru sagðar fyrstu sennilegu vísbendingarnar um slíkan hnött sem hafi orðið til og síðan horfið. Þær þykja jafnframt renna stoðum undir kenningar um að reikistjörnurnar átta sem við þekkjum í dag hafi orðið til úr leifum fjölda annarra frumreikistjarna frá þessum róstusömu tímum í sögu sólkerfisins.
Merkúríus Súdan Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira