Við styðjum ekki aldraða með skattalækkunum á hátekjufólk Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2018 11:02 Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun