Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2018 19:00 Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu. Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu.
Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16