Jessica Biel segir Íslandsheimsóknina vera besta ferðalag lífs síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 07:24 Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan. Vísir/AFP Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér. Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24
Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39