Árið 2017 voru 16,5 prósent starfandi fólks á vinnumarkaði hérlendis innflytjendur. Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr tölum frá Hagstofunni.
Rúmlega 190 þúsund manns voru á vinnumarkaði og voru tæplega 53 prósent þeirra karlmenn. 97 prósent starfandi einstaklinga á vinnumarkaðnum voru með skráð lögheimili hér á landi. 83,7 prósent innflytjenda á vinnumarkaðnum voru með lögheimili skráð hér á landi.
Sjá einnig: Tölur líklega vanmetnar
Í tölum Hagstofunnar telst innflytjandi vera sá sem fæddur er erlendis og foreldrar og báðir afar og ömmur eru fædd erlendis. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn.
