Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti.
Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.
Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO
— Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018
Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna.
Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári.
Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel.
Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.
ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww
— Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017