Spielberg fyrstur yfir tíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 13:40 Steven Spielberg er hér mögulega að útskýra hvernig hann þarf einungis að snerta handrit til að breyta því í peninga. Vísir/Getty Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira