Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 08:56 Andrew Brunson er sakaður um aðkomu að hryðjuverkastarfsemi og njósnir. Vísir/AFP Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira