Dustin Poirier kláraði Justin Gaethje í bardaga ársins Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2018 03:45 Poirier klárar bardagann í nótt. Vísir/Getty Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00