Gróft nauðgunarmál úr Vestmannaeyjum sent aftur til rannsóknar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 17:40 Málið kom upp í Vestmannaeyjum árið 2016. Vísir/Pjetur Nauðgunar- og líkamsárásarmál, sem kom upp í Vestmannaeyjum fyrir rúmu einu og hálfu ári, var sent til framhaldsrannsóknar hjá lögreglu í vor, að því er fram kemur í frétt RÚV sem greindi fyrst frá. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skoða hafi þurft ákveðin atriði málsins betur en getur ekki tjáð sig frekar um það í hverju framhaldsrannsóknin felst. Málið kom upp þann 17. september 2016 en þolandinn, kona á fimmtugsaldri, fannst snemma um morguninn úti á götu í Eyjum, nakin og með mikla áverka á höfði. Maðurinn sem grunaður er í málinu sat í gæsluvarðhaldi í um tíu daga vegna þess. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari vill ekki tjá sig um það í hverju framhaldsrannsóknin felst né heldur hvaða atriði það eru sem þurfi að skoða betur.Sjá einnig: Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hún segir enn fremur að ekki sé útséð um það hvað rannsóknin taki langan tíma en henni verði flýtt eins og hægt er. Þá er búið að úthluta starfsmanni Héraðssaksóknara málinu en Kolbrún gerir ráð fyrir að það verði afgreitt um leið og það kemur aftur inn á borð til hans. Engin bið verði þannig á afgreiðslu þess. Í október var greint frá því að rannsókn lögreglu í málinu væri lokið og það komið í ákæruferli hjá ákærusviði lögreglunnar. Á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins og þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Vitni lýsti því þannig að konan hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Lífsýni úr fatnaði í nauðgunarmáli í Eyjum rannsökuð Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á nauðgun og líkamsárás sem grunur leikur á að hafi verið framin í september í fyrra er á lokastigi. 7. september 2017 12:45 Rannsókn á nauðgun í Vestmannaeyjum lokið og málið komið í ákæruferli Á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins og þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn. 19. október 2017 11:13 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Nauðgunar- og líkamsárásarmál, sem kom upp í Vestmannaeyjum fyrir rúmu einu og hálfu ári, var sent til framhaldsrannsóknar hjá lögreglu í vor, að því er fram kemur í frétt RÚV sem greindi fyrst frá. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skoða hafi þurft ákveðin atriði málsins betur en getur ekki tjáð sig frekar um það í hverju framhaldsrannsóknin felst. Málið kom upp þann 17. september 2016 en þolandinn, kona á fimmtugsaldri, fannst snemma um morguninn úti á götu í Eyjum, nakin og með mikla áverka á höfði. Maðurinn sem grunaður er í málinu sat í gæsluvarðhaldi í um tíu daga vegna þess. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari vill ekki tjá sig um það í hverju framhaldsrannsóknin felst né heldur hvaða atriði það eru sem þurfi að skoða betur.Sjá einnig: Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hún segir enn fremur að ekki sé útséð um það hvað rannsóknin taki langan tíma en henni verði flýtt eins og hægt er. Þá er búið að úthluta starfsmanni Héraðssaksóknara málinu en Kolbrún gerir ráð fyrir að það verði afgreitt um leið og það kemur aftur inn á borð til hans. Engin bið verði þannig á afgreiðslu þess. Í október var greint frá því að rannsókn lögreglu í málinu væri lokið og það komið í ákæruferli hjá ákærusviði lögreglunnar. Á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins og þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Vitni lýsti því þannig að konan hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Lífsýni úr fatnaði í nauðgunarmáli í Eyjum rannsökuð Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á nauðgun og líkamsárás sem grunur leikur á að hafi verið framin í september í fyrra er á lokastigi. 7. september 2017 12:45 Rannsókn á nauðgun í Vestmannaeyjum lokið og málið komið í ákæruferli Á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins og þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn. 19. október 2017 11:13 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Lífsýni úr fatnaði í nauðgunarmáli í Eyjum rannsökuð Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á nauðgun og líkamsárás sem grunur leikur á að hafi verið framin í september í fyrra er á lokastigi. 7. september 2017 12:45
Rannsókn á nauðgun í Vestmannaeyjum lokið og málið komið í ákæruferli Á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins og þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn. 19. október 2017 11:13
Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05