Óttast blikur á lofti á hægri vængnum um EES Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 14:24 Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07
Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45