Breiðablikið er komið í Dominos-deild karla eftir sigur á Hamri, 110-84, í fjórða leik liðanna en leikið var í Kópavogi í kvöld.
Jafnræði var með liðunum framan af en í hálfleik leiddu Blikarnir með fjórum stigum, 51-47, en í síðari hálfleik skildi á milli liðanna.
Blikarnir gáfu í og rústuðu fjórða leikhlutanum, 36-12, og unnu leikinn að lokum með 26 stiga mun, 110-84 og rimmuna sjálfa 3-1.
Chris Woods spilandi þjálfari Breiðablik skoraði 26 stig en næstur kom Erlendur Ágúst Stefánsson með 20 stig.
Ísak Sigurðarson skoraði sextán stig fyrir Hamar sem tapar úrslitaeinvíginu annað árið í röð. Larry Thomas skoraði fjórtán stig.
Breiðablik í Dominos-deildina
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn