Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego 13. apríl 2018 23:30 Sigurjón og Birgir Örn. Snorri Björns. Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér. MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira
Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér.
MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira