Penninn kaupir lundabúðir Sigga í Víking Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2018 16:26 Siggi í Víking ætlar að snúa sér að öðru en hann hefur selt Pennanum verslunarkeðju sína. visir/stefán Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16. Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16.
Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30
„Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38