Endurbætur á Þingvallavegi tefjast eftir kröfu um umhverfismat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2018 13:54 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira