Brugga fyrsta tómatbjórinn Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 13:09 Friðheimar bjóða upp á fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Aðsend mynd „Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58