Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:37 Kevin Spacey hefur átt í vök að verjast frá því í nóvember síðastliðnum. Vísir/Getty Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni. Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30