Myndin segir frá fjölskyldu sem býr á afviknum stað í algjörri þögn. Þær aðstæður eru tilkomnar vegna skrímsla sem ráðast á mannfólk við hvert einasta hljóð. Til að halda lífi þarf fjölskyldan því eftir bestu getu að lifa eins hljóðlátu lífi og hún getur.
Söguþráður myndarinnar gerir það því að verkum að hún er mjög hljóðlát en greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að öll hljóð sem áhorfendur í kvikmyndahúsum gefa frá sér séu afar illa liðin af þeim sem eru að reyna að lifa sig inn í myndina.
Hafa því þeir sem ákveða að japla á snakki eða poppkorni, eða verja ómældu tíma í að reyna að opna sælgætisbréf, verið litnir hornauga á sýningum þessarar myndar.
BBC segir frá því að þeir sem ekki geta setið í kvikmyndasal í 90 mínútur án þess að fá sér eitthvað að borða sé svo gott sem skammaðir af öðrum á sýningum þessarar myndar.
Í umfjöllun BBC um málið er til að mynda vitnað í breska útvarpsmanninn Nick Grimshaw sem húðskammaði slíka bíógesti nýlega eftir að hafa séð A Quiet Place.