Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2018 13:00 Hér sjást þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar Alþingi var sett í desember síðastliðnum. visir/ernir Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira