Minnst níu tóku upp símann á 30 mínútum á rauðu ljósi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 20:00 Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Baldur Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira