Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál
Hann segir Ásmund Einar líta málið alvarlegum augum og það sé einfaldlega rangt að hann hafi logið að nefndinni í tengslum við málið. Ásmundur Einar hafi farið fyrir þingnefndina og boðið þeim öll tiltæk gögn. Það hafi hins vegar komið í ljós að margir þingmenn lásu ekki gögnin sem tiltæk voru.
„Þess vegna er það grafalvarlegt að fólk skuli ganga svona langt þegar það hefur ekki einu sinni lesið gögnin á bak við þetta. Það hljómar bara vel að æpa á torgum hvað þetta varðar.“
Sigurður Ingi segir félagsmálaráðherra hafa lagt sig sérstaklega fram í málum sem varða börn og fari sérstaklega varlega í slíkum málum.
„Ég veit einfaldlega að hann er að leggja sig allan fram. Hann tekur þetta alvarlega og ég veit að hann hefur ekki verið að leyna neinu."