Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 "Á meðan sala á hljóðbókum hefur farið mjög svo vaxandi erlendis hefur hefur skort á að við Íslendingar getum notið hljóðbóka í símum og snjalltækjum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um hljóðbóka-appið. Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira