Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 "Á meðan sala á hljóðbókum hefur farið mjög svo vaxandi erlendis hefur hefur skort á að við Íslendingar getum notið hljóðbóka í símum og snjalltækjum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um hljóðbóka-appið. Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira