Þarfasti þjónninn Óttar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2018 09:00 Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun