Tugþúsundir fermetra af þjónustu og atvinnuhúsnæði á teikniborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 20:00 Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira