Undirstrikar að framboð á vændi er verulegt og heldur áfram að aukast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:36 Snorri Birgisson er lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi hennar. Vísir/Anton Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi. Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi.
Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52