Vorið breiðist út um Kóreuskagann Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 05:03 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian. Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16
Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59