Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:43 Vísir/Getty Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira