Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 14:50 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnir ársreikninginn í dag. mynd/reykjavíkurborg Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira