Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 07:16 Kim Jong-un og Moon Jae-in munu mætast á landamærum Norður- og Suður-Kóreu á föstudaginn. Vísir/Getty Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður. Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00