Kári nýr formaður stjórnar RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:54 Kári Jónasson ákvað hann að fara aftur í skóla og hefja störf sem leiðsögumaður – 67 ára að aldri. Vísir/Stefán Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf