Ísland fellur um þrjú sæti á lista um fjölmiðlafrelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 12:52 Samskipti íslenskra fjölmiðla og stjórnmálamanna eru sögð hafa súrnað. Vísir/Getty Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast. Fjölmiðlar Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast.
Fjölmiðlar Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira