Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 11:05 Michiel Kuyp, til vinstri, er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26