Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Rúnar fylgist með á hliðarlínunni er hann stýrði Balingen í Þýskalandi. vísir/getty Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti