Eignarhaldsfélagið Hótel 1919, sem rekur hótel undir nafni Radisson Blu við Pósthússtræti, skilaði um níu milljóna króna tapi í fyrra borið saman við hagnað upp á tæplega 38 milljónir króna á árinu 2016.
Þá drógust tekjur félagsins saman um liðlega 55 milljónir króna á milli ára og námu samtals 845 milljónum á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Hótel 1919 er með langtímarekstrarsamning við alþjóðlegu hótelkeðjuna Rezidor Hotels ApS um rekstur hótelsins.
Launakostnaður jókst um liðlega tíu prósent frá fyrra ári og var rúmlega 298 milljónir króna á árinu 2017. Eignir í árslok 2017 námu samtals 348 milljónum en eigið fé var tæplega 191 milljón króna. Hótel 1919 er í eigu LF2 ehf., dótturfélags Landfesta, sem er jafnframt dótturfélag Eikar fasteignafélags.
Níu milljóna tap Hótels 1919
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent


Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent