Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:00 Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað. Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum og nýburum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og nýbura lögðu niður störf í gær þar sem samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki verið endurnýjaður. Áhrifa þessa er þegar farið að gæta á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans. „Þetta er 24 rúma deild og eftir því sem líður á daginn í dag þá mun deildin fyllast ef við getum ekki útskrifað, það er alveg ljóst,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir.Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir/SkjáskotÞótt starfsfólk heilsugæslu geti annast hluta þeirrar þjónustu sem ljósmæður alla jafna sinna í heimaþjónustu, eru þó ákveðnir þættir sem ljósmæður verða að sinna. „Þessir fyrstu dagar í lífi nýburans eru svolítið þannig að það eru ljósmæður sem sinna því. Fyrstu 7-10 dagar nýburans,“ segir Hilda. Til að mynda þurfi að taka blóðprufu úr barninu á þessum tíma, fylgjast með gulu og því hvort barn sé að nærast og þyngjast. „Við höfum ekki tækifæri til þess að sinna öllum og verðum þess vegna að forgangsraða þannig að veikustu konurnar séu hér inni en þær sem eru hraustar og með heilbrigð börn, þær verða í rauninni að fara heim,“ segir Hilda. Hún kveðst finna fyrir því að staðan valdi áhyggjum meðal nýbakaðra foreldra, einkum í þeim tilfellum sem eldri börn bíða heima. „Við finnum fyrir því að fólk er kvíðið, það hugsar bara hvað verður um mig?“ Samningurinn sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður á fimmtudag. Unnið er að því að finna umgjörð þjónustunnar farveg en fréttastofa hefur sent fyrirspurn á velferðarráðuneytið og Sjúkratrygginar Íslands um stöðu mála við leit lausna. Engin svör höfðu borist þegar þetta er skrifað.
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. 24. apríl 2018 12:45