Eldur í klæðningu Perlunnar Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. apríl 2018 14:47 Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í klæðningu utan á einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Búið er að rýma bygginguna og verður Perlan ekki opnuð aftur í dag. Engin slys urðu á fólki. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum og hefur allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið kallað út. Eldur er á milli þilja í einum af tönkum byggingarinnar en hann er tómur. Á að setja þar upp stjörnuver eftir því sem Vísir kemst næst en heildarkostnaður við sýninguna er um tveir milljarðar króna. Voru iðnaðarmenn að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp. Ljóst er að tjónið er mikið þar sem bæði reykurinn sem og vatnið sem dælt er inn til að slökkva valda tjóni á tanknum og inni í Perlunni. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi líklegast kraumað þarna í einhvern tíma áður en slökkviliði kom á vettvang. Ekki er mikill eldur en mikinn reyk leggur frá tanknum. Hefur slökkviliðið áhyggjur af því að eldurinn geti breiðst út þar sem erfitt er að komast að vegna járnklæðningarinnar utan á Perlunni. Búið er að rífa eina plötu af utan á tankinum þar sem slökkviliðsmenn sprauta vatni inn. Þá eru reykkafarar inni í tanknum auk þess sem einnig er unnið ofan frá á þaki byggingarinnar. Birgir segir slökkviliðið leggja áherslu á það að verja bygginguna og koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Um mjög erfitt verkefni er að ræða. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu slökkviliðsins á vettvangi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:40.Vísir/HeimirMikill viðbúnaður er á staðnum en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á vettvangi.vísir/heimirMikinn reyk leggur frá tanknum en ekki er mikill eldur.vísir/heimirSlökkviliðsmenn hafa rifið af klæðningunni til að komast betur að en mikinn reyk leggur frá tanknum.vísir/heimirReykur er byrjaður að koma undan klæðningunni á tanknum.vísir/heimir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í klæðningu utan á einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Búið er að rýma bygginguna og verður Perlan ekki opnuð aftur í dag. Engin slys urðu á fólki. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum og hefur allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið kallað út. Eldur er á milli þilja í einum af tönkum byggingarinnar en hann er tómur. Á að setja þar upp stjörnuver eftir því sem Vísir kemst næst en heildarkostnaður við sýninguna er um tveir milljarðar króna. Voru iðnaðarmenn að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp. Ljóst er að tjónið er mikið þar sem bæði reykurinn sem og vatnið sem dælt er inn til að slökkva valda tjóni á tanknum og inni í Perlunni. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi líklegast kraumað þarna í einhvern tíma áður en slökkviliði kom á vettvang. Ekki er mikill eldur en mikinn reyk leggur frá tanknum. Hefur slökkviliðið áhyggjur af því að eldurinn geti breiðst út þar sem erfitt er að komast að vegna járnklæðningarinnar utan á Perlunni. Búið er að rífa eina plötu af utan á tankinum þar sem slökkviliðsmenn sprauta vatni inn. Þá eru reykkafarar inni í tanknum auk þess sem einnig er unnið ofan frá á þaki byggingarinnar. Birgir segir slökkviliðið leggja áherslu á það að verja bygginguna og koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Um mjög erfitt verkefni er að ræða. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu slökkviliðsins á vettvangi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:40.Vísir/HeimirMikill viðbúnaður er á staðnum en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á vettvangi.vísir/heimirMikinn reyk leggur frá tanknum en ekki er mikill eldur.vísir/heimirSlökkviliðsmenn hafa rifið af klæðningunni til að komast betur að en mikinn reyk leggur frá tanknum.vísir/heimirReykur er byrjaður að koma undan klæðningunni á tanknum.vísir/heimir
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira