Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 15:17 Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land í liðinni viku. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir dómara í Amsterdam á morgun þar sem úrskurðað verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á framsalsferlinu stendur. Þetta segir Evert Boerstra, talsmaður saksóknaraembættisins í Amsterdam í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá. Aðspurður hversu langan tíma framsalsferlið mun taka segir Boerstra að það gæti tekið innan við tíu daga ef Sindri samþykkir framsal til Íslands. Ef hann hins vegar leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði að sögn Boerstra. Boerstra segir að úrskurður dómara varðandi gæsluvarðhald ætti að liggja fyrir síðdegis á morgun. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam um klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan sex að íslenskum tíma. Hann hafði þá verið á flótta í tæpa viku en hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudag. Frá Sogni fór hann til Keflavíkur þaðan sem hann tók flug til Svíþjóðar en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig hann kom sér frá Svíþjóð til Hollands. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir dómara í Amsterdam á morgun þar sem úrskurðað verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á framsalsferlinu stendur. Þetta segir Evert Boerstra, talsmaður saksóknaraembættisins í Amsterdam í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá. Aðspurður hversu langan tíma framsalsferlið mun taka segir Boerstra að það gæti tekið innan við tíu daga ef Sindri samþykkir framsal til Íslands. Ef hann hins vegar leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði að sögn Boerstra. Boerstra segir að úrskurður dómara varðandi gæsluvarðhald ætti að liggja fyrir síðdegis á morgun. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam um klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan sex að íslenskum tíma. Hann hafði þá verið á flótta í tæpa viku en hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudag. Frá Sogni fór hann til Keflavíkur þaðan sem hann tók flug til Svíþjóðar en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig hann kom sér frá Svíþjóð til Hollands. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49