Hester: Brotnaði niður þegar ég sagði þeim að ég myndi ekki spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2018 21:35 Hester studdi sína menn dyggilega á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00
Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51