Bruni á Óðinsgötu: Einn handtekinn á vettvangi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. apríl 2018 21:29 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Óðinsgötu á tíunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um bruna. Eldurinn reyndist laus í húsi á Óðinsgötu en enginn hefur haft fasta búsetu í því í einhvern tíma vegna framkvæmda. Mikinn reyk lagði frá húsinu og ákváðu íbúar í næsta húsi að yfirgefa heimili sitt. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og lokaði lögreglan svæðinu. Lögreglan handtók einn á vettvangi en vildi ekki staðfesta hvort að sú handtaka tengdist rannsókn á brunanum. Sagði lögreglan á vettvangi að tilkynningar væri að vænta vegna málsins. Frá handtöku mannsins á vettvangi við Óðinsgötu í kvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonBirgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu á vettvangi að mikill reykur hefði verið í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Og eldur í kjallara þess. Við þurftum að fara inn, slökkva eldinn og leita af okkur allan grun þar sem húsið var stappfullt af reyk,“ sagði Birgir en húsið reyndis mannlaust. Hann sagði slökkvistarf hafa gengið mjög vel. Fljótt gekk að slökkva eldinn í kjallaranum og um leið og fleiri slökkviliðsmenn komu á vettvang hófu þeir leit í húsinu meðan verið var að slökkva eldinn. Slökkvistarf gekk því fljótt og skipulega fyrir sig. Hann sagði ekki hafa verið hættu á að eldurinn myndi breiðast út en aðkoman hefði ekki verið falleg við fyrstu sýn og þurfti því að vinna hratt og vel til að koma í veg fyrir að meira yrði úr þessum bruna. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:39Húsið sem kviknaði í.Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K. JóhannssonVísir/Jóhann K
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Sjá meira