Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 16:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður. Víglínan Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður.
Víglínan Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira