Tekjutap í breyttu umhverfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira