Tekjutap í breyttu umhverfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira