Umframeftirspurn eftir stofnframlögum fyrir ódýrara leiguhúsnæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:00 Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira