Fengu engar upplýsingar um að óttast væri að Sindri Þór flýði land Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 13:27 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir stofnunina ekki hafa haft neinar upplýsingar um að strokhættu í tilfelli Sindra Þórs eins og fram kom í kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um gæsluvarðhald. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Fangelsismálastofnun hafi ekki haft upplýsingar þess efnis að lögreglustjórinn á Suðurnesjum óttaðist það að Sindri Þór Stefánsson myndi flýja land væri hann ekki vistaður í fangelsi. „Fangelsismálastofnun hefði ekki flutt fangann í opið fangelsi ef það hefði talið strokhættu af manninum,“ segir Páll í samtali við Vísi. Sindri Þór Stefánsson, sem er undir rökstuddum grun lögreglu um aðild að einhverju umfangsmesta þjófnaði hér á landi, strauk af Fangelsinu Sogni aðfarnaótt þriðjudags og flúði land á þriðjudagsmorgun. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Bar fyrir sig geðrænum vanda Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi í um tíu vikur eða frá því 2. febrúar. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Í byrjun apríl var hann fluttur í Fangelsið Sogni en samkvæmt heimildum Vísis hafði hann borið fyrir sig geðrænum vandamálum. Heimildir DV herma að hann hafi tjáð fangavörðum að hann heyrði raddir. Í hvert sinn sem grunaður aðili er úrskurðaður í gæsluvarðhald er það af kröfu lögregluyfirvalda sem gera kröfuna fyrir dómi. Þar þarf lögregluembættið að rökstyðja hvers vegna þurfi að grípa til þeirra úrræða að hafa grunaðan mann í varðhaldi. Í tilfelli Sindra Þórs var aðalkrafan um gæsluvarðhald á þeirri forsendu að hann væri líklegur til að halda uppteknum hætti. Hann væri grunaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði í þrjú gagnaver á sex vikum. Til vara gerði lögreglustjórinn þá kröfu að í ljósi þess að meintir samverkamenn Sindra héldu til í öðru landi, Sindri hefði selt búslóð sína og ætlaði að flytja úr landi væri hætta á að hann yfirgæfi landið. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á SuðurnesjumVísir Studdu ekki mótmæli með vísun í strokhættu Páll segir þessar upplýsingar aldrei hafa borist Fangelsismálastofnun. Fjöldi krafna um varðhald fari í gegnum kerfið og þar komi aðeins fram hvort varðhaldið sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna, þ.e. að hinn grunaði gæti spillt rannsókn gangi hann laus, eða almannahagsmuna. Að almannahagur sé sá að viðkomandi sé vistaður. „Ef engar sérstakar upplýsingar berast um viðkomandi þá erum við ekkert að rannsaka það sérstaklega,“ segir Páll. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tjáði Vísi í morgun að embættið hefði hreyft við mótmælum þegar Fangelsismálastofnun hugðist flytja Sindra Þór í opna fangelsið. Páll neitar því ekki en segir að ekki hafi verið á það bent að sem fram kom í varakröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald, þ.e. hættuna á að hann myndi flýja land. „Við könnumst ekki við það,“ segir Páll Winkel. Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum. Segist ætla að koma heim „fljótlega“ Lögreglu grunar að Sindri Þór haldi til á Spáni en veit það ekki fyrir víst. Sjálfur segist Sindri Þór hafa aðgang að peningum, fólki og fölsuðum skilríkjum. Í yfirlýsingu til Fréttablaðsins í morgun kom fram að hann ætlaði sér þó að koma heim „fljótlega“. Það væri þó háð þeim skilyrðum að íslensk lögregluyfirvöld myndu falla frá handtökuskipun á hendur honum erlendis. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir það ekki koma til greina. Lögregla stýri gangi mála og finnist Sindri ytra verði hann handtekinn. Eigendur tölvubúnaðarins sem stolið var í þremur innbrotum í desember og janúar bjóða enn fundarlaun hverjum þeim sem getur bent á hvar búnaðinn er að finna. Virði hans er talið nema rúmum 200 milljónum króna en lögregla hefur engar upplýsingar um hvar hann sé að finna. Tölvubúnaðurinn var ætlaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Tveir hafa stöðu sakbornings í málinu hvað varðar flótta Sindra Þórs. Þá hefur leigubílstjóri sem ók Sindra út á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun gefið sig fram við lögreglu. Tekin hefur verið skýrsla af honum en hann er ekki grunaður um neitt saknæmt. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Fangelsismálastofnun hafi ekki haft upplýsingar þess efnis að lögreglustjórinn á Suðurnesjum óttaðist það að Sindri Þór Stefánsson myndi flýja land væri hann ekki vistaður í fangelsi. „Fangelsismálastofnun hefði ekki flutt fangann í opið fangelsi ef það hefði talið strokhættu af manninum,“ segir Páll í samtali við Vísi. Sindri Þór Stefánsson, sem er undir rökstuddum grun lögreglu um aðild að einhverju umfangsmesta þjófnaði hér á landi, strauk af Fangelsinu Sogni aðfarnaótt þriðjudags og flúði land á þriðjudagsmorgun. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Bar fyrir sig geðrænum vanda Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi í um tíu vikur eða frá því 2. febrúar. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Í byrjun apríl var hann fluttur í Fangelsið Sogni en samkvæmt heimildum Vísis hafði hann borið fyrir sig geðrænum vandamálum. Heimildir DV herma að hann hafi tjáð fangavörðum að hann heyrði raddir. Í hvert sinn sem grunaður aðili er úrskurðaður í gæsluvarðhald er það af kröfu lögregluyfirvalda sem gera kröfuna fyrir dómi. Þar þarf lögregluembættið að rökstyðja hvers vegna þurfi að grípa til þeirra úrræða að hafa grunaðan mann í varðhaldi. Í tilfelli Sindra Þórs var aðalkrafan um gæsluvarðhald á þeirri forsendu að hann væri líklegur til að halda uppteknum hætti. Hann væri grunaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði í þrjú gagnaver á sex vikum. Til vara gerði lögreglustjórinn þá kröfu að í ljósi þess að meintir samverkamenn Sindra héldu til í öðru landi, Sindri hefði selt búslóð sína og ætlaði að flytja úr landi væri hætta á að hann yfirgæfi landið. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á SuðurnesjumVísir Studdu ekki mótmæli með vísun í strokhættu Páll segir þessar upplýsingar aldrei hafa borist Fangelsismálastofnun. Fjöldi krafna um varðhald fari í gegnum kerfið og þar komi aðeins fram hvort varðhaldið sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna, þ.e. að hinn grunaði gæti spillt rannsókn gangi hann laus, eða almannahagsmuna. Að almannahagur sé sá að viðkomandi sé vistaður. „Ef engar sérstakar upplýsingar berast um viðkomandi þá erum við ekkert að rannsaka það sérstaklega,“ segir Páll. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tjáði Vísi í morgun að embættið hefði hreyft við mótmælum þegar Fangelsismálastofnun hugðist flytja Sindra Þór í opna fangelsið. Páll neitar því ekki en segir að ekki hafi verið á það bent að sem fram kom í varakröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald, þ.e. hættuna á að hann myndi flýja land. „Við könnumst ekki við það,“ segir Páll Winkel. Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum. Segist ætla að koma heim „fljótlega“ Lögreglu grunar að Sindri Þór haldi til á Spáni en veit það ekki fyrir víst. Sjálfur segist Sindri Þór hafa aðgang að peningum, fólki og fölsuðum skilríkjum. Í yfirlýsingu til Fréttablaðsins í morgun kom fram að hann ætlaði sér þó að koma heim „fljótlega“. Það væri þó háð þeim skilyrðum að íslensk lögregluyfirvöld myndu falla frá handtökuskipun á hendur honum erlendis. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir það ekki koma til greina. Lögregla stýri gangi mála og finnist Sindri ytra verði hann handtekinn. Eigendur tölvubúnaðarins sem stolið var í þremur innbrotum í desember og janúar bjóða enn fundarlaun hverjum þeim sem getur bent á hvar búnaðinn er að finna. Virði hans er talið nema rúmum 200 milljónum króna en lögregla hefur engar upplýsingar um hvar hann sé að finna. Tölvubúnaðurinn var ætlaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Tveir hafa stöðu sakbornings í málinu hvað varðar flótta Sindra Þórs. Þá hefur leigubílstjóri sem ók Sindra út á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun gefið sig fram við lögreglu. Tekin hefur verið skýrsla af honum en hann er ekki grunaður um neitt saknæmt.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01